Ferill 1001. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2078  —  1001. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um stjórnvaldssektir og dagsektir.


     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?
    Hugverkastofan og Nýsköpunarmiðstöð hafa ekki heimildir til að beita stjórnvaldssektum né dagsektum.
    Ferðamálastofa.
    Engar ákvarðanir um dagsektir hafa verið teknar þar sem Ferðamálastofa hafði ekki heimild til að leggja á slíkar sektir á þessu árabili.
    Heimild Ferðamálastofu til að leggja á dagsektir fékkst með gildistöku laga um Ferðamálastofu og laga um pakkaferðir (PF) og samtengda ferðatilhögun (STF) sem tóku gildi 1. janúar 2019. Dagsektir hafa enn ekki verið lagðar á þar sem stuttur tími er liðinn frá gildistöku laganna og enn hefur ekki orðið tilefni til að leggja slíkar sektir á. Hins vegar má búast við því að heimildinni verði beitt, sérstaklega í þeim tilfellum þegar aðilar skila ekki inn gögnum vegna árlegrar endurskoðunar á fjárhæð trygginga vegna sölu PF og STF eða trygging er ekki lögð fram innan tilskilins frests.
Orkustofnun.
    Tvisvar hefur verið tekin ákvörðun um stjórnvaldssekt og tvisvar sinnum verið tekin ákvörðun um dagsektir.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neytendastofa.
    Fjöldi sekta Neytendastofu á árunum 2011–2018 var samtals 212. Þar af voru stjórnvaldssektir 164 og dagsektir 48.
Samkeppniseftirlitið.
    Meginhlutverk Samkeppniseftirlitsins er að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja (ex-post). Í því skyni leggur Samkeppniseftirlitið stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök þeirra. Þá er eftirlitinu heimilt að leggja á dagsektir til þess að knýja á um efndir tiltekinnar skyldu. Óinnheimtar dagsektir falla niður við efndir skyldunnar sem um er að ræða.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir og dagsektir sundurliðað á þau ár sem um er spurt. Innan sviga er fjöldi fyrirtækja sem sættu stjórnvaldssektum viðkomandi ár, en eftirlitið leggur í sumum málum sektir á fleiri en eitt fyrirtæki, t.d. í ýmsum samráðsmálum. Sundurliðunin miðast við það ár sem ákvörðun er tekin, en ekki eftirfarandi úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða dómstóla.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?
    Á ekki við um Ferðamálastofu, Hugverkastofuna og Nýsköpunarmiðstöð.
Orkustofnun.
    Orkustofnun lagði sektir á 3 mismunandi lögaðila á þessum árum en engan einstakling.
Samkeppniseftirlitið.
    Samkeppniseftirlitið leggur sektir á fyrirtæki, eins og þau eru skilgreind í samkeppnislögum. Á umræddu tímabili lagði Samkeppniseftirlitið 30 sektir á 22 fyrirtæki.

     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?
    Á ekki við um Ferðamálastofu, Hugverkastofuna og Nýsköpunarmiðstöð.
Orkustofnun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neytendastofa.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Dagsektir voru á bilinu 20.000–50.000 kr. á dag fyrir utan eina ákvörðun þar sem þær námu 500.000 kr. á dag.

Samkeppniseftirlitið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?
    Á ekki við um Ferðamálastofu, Hugverkastofuna og Nýsköpunarmiðstöð.
Orkustofnun.
    Orkustofnun hefur innheimt fjórar sektir á tímabilinu. Eitt mál hefur farið til áfrýjunarnefndar sem staðfesti ákvörðun Orkustofnunar.

Neytendastofa.
    39 málum vegna stjórnvaldssekta var skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála. Nefndin staðfesti sektirnar í 33 málum , felldi fimm niður og lækkaði sekt í einu máli. Heildarfjárhæð sekta á tímabilinu lækkaði því í 62.275.000 kr. Aðrar stjórnvaldssektir voru innheimtar af Tollstjóra eða eru þar í innheimtu og renna í ríkissjóð.
    Dagsektir voru í öllum tilvikum nema einu felldar niður þar sem farið var að ákvörðun stofnunarinnar en aðilar hafa 14 daga til að fara að ákvörðun áður en dagsektir leggjast á.
Samkeppniseftirlitið.
    Samkeppniseftirlitið hefur innheimt 26 sektir á tímabilinu. Á tímabilinu voru 16 mál borin undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem staðfesti sektir óbreyttar í átta tilvikum, lækkaði sektarupphæð í fjórum tilfellum og ógilti ákvörðun eða vísaði máli til frekari rannsóknar í fjórum málum. Átta mál sem ákvörðuð voru á tímabilinu fóru fyrir héraðsdóm. Var sektarákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfest í fjórum tilvikum, sekt ákvörðuð lægri en upphafleg ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í tveimur tilvikum og ákvörðun ógilt í tveimur tilvikum.
    Eitt mál hefur farið fyrir Landsrétt. Áfrýjunarnefnd hafði lækkað sekt eftirlitsins úr 650 millj. kr. í 65 millj. kr., héraðsdómur hækkaði hana í 400 millj. kr., en Landsréttur dæmdi 325 millj. kr. sekt í málinu. Það mál er núna fyrir Hæstarétti.
    Fimm mál hafa sætt úrlausn hjá Hæstarétti. Staðfesti rétturinn sekt Samkeppniseftirlitsins í þremur tilvikum, í einu tilviki var sekt lækkuð og í einu tilviki var ógilding áfrýjunarnefndar og héraðsdóms staðfest.
    Samanlagðar stjórnvaldssektir vegna framangreindra mála, greiddar í ríkissjóð, nema 4.712 millj. kr., eða um 80% af samanlögðum sektum eins og þær voru ákvarðaðar af Samkeppniseftirlitinu.